Enski boltinn

Brentford í úrslitaleikinn í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Brentford fagna í kvöld.
Leikmenn Brentford fagna í kvöld. vísir/getty

Brentford er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 3-1 sigur á Swansea í síðari undanúrslitaleik liðanna.

Swansea vann fyrri leikinn í Wales, 1-0, en strákarnir á Griffin Park voru heldur betur gíraðir í leik kvöldsins.

Heimamenn í Brentford komust yfir á elleftu mínútu með marki Ollie Watkins og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Emiliano Marcondes forystuna.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en Bryan Mbeumo kom þeim í 3-0 á fyrstu mínútu síðari hálfleiks áður en Rhian Brewster minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu.

Swansea fékk ekki mörg færi til þess að koma leiknum í framlengingu og Brentford því komið í úrslitaleikinn, í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Liðið mætir annað hvort Fulham eða Cardiff í úrslitaleiknum á Wembley en Fulham leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn. Síðari leikurinn fer fram annað kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.