Brentford er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 3-1 sigur á Swansea í síðari undanúrslitaleik liðanna.
Swansea vann fyrri leikinn í Wales, 1-0, en strákarnir á Griffin Park voru heldur betur gíraðir í leik kvöldsins.
Heimamenn í Brentford komust yfir á elleftu mínútu með marki Ollie Watkins og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Emiliano Marcondes forystuna.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en Bryan Mbeumo kom þeim í 3-0 á fyrstu mínútu síðari hálfleiks áður en Rhian Brewster minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu.
Swansea fékk ekki mörg færi til þess að koma leiknum í framlengingu og Brentford því komið í úrslitaleikinn, í fyrsta skipti í sögu félagsins.
Liðið mætir annað hvort Fulham eða Cardiff í úrslitaleiknum á Wembley en Fulham leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn. Síðari leikurinn fer fram annað kvöld.
FT: Brentford 3-1 Swansea (3-2 agg.)
— BBC Sport (@BBCSport) July 29, 2020
Brentford are off to Wembley!
Play-off semi-final triumph in their final ever game at Griffin Park.
LIVE: https://t.co/qID9MrAWKW #bbcefl #BRESWA pic.twitter.com/gTl3X63zjm