Enski boltinn

Brentford í úrslitaleikinn í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Brentford fagna í kvöld.
Leikmenn Brentford fagna í kvöld. vísir/getty

Brentford er komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 3-1 sigur á Swansea í síðari undanúrslitaleik liðanna.

Swansea vann fyrri leikinn í Wales, 1-0, en strákarnir á Griffin Park voru heldur betur gíraðir í leik kvöldsins.

Heimamenn í Brentford komust yfir á elleftu mínútu með marki Ollie Watkins og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Emiliano Marcondes forystuna.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en Bryan Mbeumo kom þeim í 3-0 á fyrstu mínútu síðari hálfleiks áður en Rhian Brewster minnkaði muninn í 3-1 á 78. mínútu.

Swansea fékk ekki mörg færi til þess að koma leiknum í framlengingu og Brentford því komið í úrslitaleikinn, í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Liðið mætir annað hvort Fulham eða Cardiff í úrslitaleiknum á Wembley en Fulham leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn. Síðari leikurinn fer fram annað kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.