Íslenski boltinn

Alexander bestur, Hans með magnaða björgun og Val­geir sinnum tveir í þriðja sinn í úr­vals­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mögnuð björgun Hans.
Mögnuð björgun Hans. vísir/skjáskot

Níunda umferð Pepsi Max-deildar karla var gerð upp í Pepsi Max stúkunni sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi, þriðjudagskvöld.

Að venju að hverji umferði lokinni voru veitt verðlaun.

Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, fékk verðlaun fyrir varnarvinnu 9. umferðar er hann varði skot Sigurðar Egils Lárussonar sem var einn gegn Hans.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Varnarvinna í boði Voltaren í 9. umferð



Besti leikmaður síðustu umferð var Alexander Helgi Sigurðarson en hann var frábær á miðjunni er Breiðablik vann 5-3 sigur á ÍA. Hann skoraði þar að auki fyrsta mark leiksins.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Leikmaður 9. umferðar



Origo markið í síðustu umferð skoraði Steven Lennon er hann tryggði FH 2-1 sigur á nýliðum Gróttu. Markið var einkar fallegt.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Origomark 9. umferðar



Flestir leikmenn í liði umferðarinnar koma úr röðum Breiðabliks en Alexander Helgi Sigurðarson, Kristinn Steindórsson og Gísli Eyjólfsson voru allir í liðinu.

Valgeirarnir tveir, Lunddal Friðriksson og Valgeirsson, voru báðir í þriðja sinn í úrvalsliðinu sem má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Úrvalslið 9. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×