Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 13:00 Valgeir Valgeirsson og Valdimar Þór Ingimundarson hafa farið á kostum í sumar. vísir/hag/vilhelm Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira