Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 13:00 Valgeir Valgeirsson og Valdimar Þór Ingimundarson hafa farið á kostum í sumar. vísir/hag/vilhelm Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira