Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við spurningum á fundinum í gær. getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19