Erlent

Trúboð í Amasón bannað vegna faraldursins

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Amasón regnskóginum í Brasilíu.
Frá Amasón regnskóginum í Brasilíu. Getty/Antonio Rezende

Brasilískur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að banna skuli hópi trúboða að halda inn í Amasón regnskóginn til að stunda þar trúboð. Þó nokkur fjöldi ættbálka ,sem eiga í litlum sem engum samskiptum við umheiminn, býr í regnskóginum.

Alríkisdómarinn Fabiano Verli úrskurðaði í málinu gegn trúboðunum Andrew Tonkin, Josiah McIntyre og Wilson de Benjamin sem starfa fyrir trúboðahópinn New Tribes Mission of Brazil. Samtökin festu nýverið kaup á þyrlu til þess að geta komist í samband við einangraða ættbálka í skóginum.

Í niðurstöðu dómara kom fram að hætta væri á að trúboðarnir myndu bera kórónuveirusmit inn í ættbálkana sem gæti haft skelfilegar afleiðingar.

Réttindabaráttu hópar frumbyggja Amasón skógarins hefur fagnað þessari niðurstöðu og þeim möguleika sem veittur er til einangrunar ættbálkanna með honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×