Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 22:53 Til stóð að lengja opnunartíma skemmtistaða til miðnættis eftir verslunarmannahelgi. Þeim áformum hefur nú verið frestað til að minnsta kosti 18. ágúst. Vísir/Vilhelm Arnar Gíslason bareigandi segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila, fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. Arnar rekur meðal annars skemmtistaðina Lebowski, Kalda Bar og Irishman Pub og segir hann varasjóðina vera að tæmast eftir að skemmtistöðum var gert að loka í vor. Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld funduðu í dag með heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir stöðu mála. Í ljósi þeirra innanlandssmita sem hafa komið upp undanfarna daga gæti þurft að taka skref aftur; lækka hámarksfjölda við samkomur og taka upp hina svokölluðu tveggja metra reglu á ný. „Við þurfum einhvern veginn alltaf að bíða og bíða og verðum síðastir til þess að fá að reka fyrirtækin okkar. Þetta rífur bara enn meira í og nú þarf maður bara að fara að undirbúa eitthvað sem maður var að vona að þurfa aldrei að undirbúa,“ sagði Arnar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Til stóð að lengja opnunartíma skemmti- og veitingastaða til miðnættis eftir verslunarmannahelgi, en þeir hafa mátt vera opnir til klukkan 23 undanfarna mánuði. Þeim áformum var slegið á frest eftir að ný innanlandssmit komu upp. Nú er jafnvel útlit fyrir að von sé á frekari takmörkunum fremur en tilslökunum en heilbrigðisyfirvöld funda aftur á morgun. Arnar segir það slæmar fréttir fyrir rekstraraðila ef grípa þurfi til harðari aðgerða. Það hafi verið þungt högg að þurfa að loka stöðunum í vor og gríðarlegt tekjutap fylgi því að þurfa að loka klukkan 23. Það bitni einnig á starfsfólki, enda getur það ekki unnið fulla vinnu og þá sé ekki mikið sparifé eftir. „Maður var búinn að gera það undanfarin ár að búa sig undir ýmislegt og eiga smá varasjóði, en það er búið að ganga helvíti vel á þá.“ Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni.Vísir/Vilhelm Engin smit þó það sé „troðið til ellefu“ Vegna styttri opnunartíma í sumar hafa Íslendingar lagt það í vana sinn að fara fyrr í bæinn og þá fyrr heim. Arnar segir það vissulega rétt að landsmenn hafi lagað sig að breyttum opnunartíma en það sé þó alltaf tekjutap að geta ekki haft opið jafn lengi og leyfi staðarins kveður á um. „Eins og á Lebowski bar, við erum með leyfi til hálf fimm og erum að missa fimm og hálfan klukkutíma af troðfullum stað. Það er gríðarlegt tekjutjón,“ segir Arnar og bætir við að sumarið sé tíminn þar sem staðirnir nái að safna í sína sjóði. „Sumartíminn er tíminn sem þessir staðir hlaða sig upp fyrir veturinn. Núna förum við inn í þennan vetur svolítið blindir. Við erum ekki búnir að ná að safna neinu.“ Hann gagnrýnir harðlega að tilslakanir á reglum um opnunartíma skemmtistaða hafi ekki komið fyrr. Í töluverðan tíma hafi nánast verið engin virk smit hér á landi og því hafi mátt lengja opnunartímann til eitt og þá frekar stíga skref til baka núna. „Auðvitað ber hver ábyrgð á sjálfum sér og það hefur kannski sýnt sig líka að það hafa engin smit borist á skemmtistöðum og börum þó það sé troðið til ellefu.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur 28. júlí 2020 18:48 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Arnar Gíslason bareigandi segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila, fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. Arnar rekur meðal annars skemmtistaðina Lebowski, Kalda Bar og Irishman Pub og segir hann varasjóðina vera að tæmast eftir að skemmtistöðum var gert að loka í vor. Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld funduðu í dag með heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir stöðu mála. Í ljósi þeirra innanlandssmita sem hafa komið upp undanfarna daga gæti þurft að taka skref aftur; lækka hámarksfjölda við samkomur og taka upp hina svokölluðu tveggja metra reglu á ný. „Við þurfum einhvern veginn alltaf að bíða og bíða og verðum síðastir til þess að fá að reka fyrirtækin okkar. Þetta rífur bara enn meira í og nú þarf maður bara að fara að undirbúa eitthvað sem maður var að vona að þurfa aldrei að undirbúa,“ sagði Arnar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Til stóð að lengja opnunartíma skemmti- og veitingastaða til miðnættis eftir verslunarmannahelgi, en þeir hafa mátt vera opnir til klukkan 23 undanfarna mánuði. Þeim áformum var slegið á frest eftir að ný innanlandssmit komu upp. Nú er jafnvel útlit fyrir að von sé á frekari takmörkunum fremur en tilslökunum en heilbrigðisyfirvöld funda aftur á morgun. Arnar segir það slæmar fréttir fyrir rekstraraðila ef grípa þurfi til harðari aðgerða. Það hafi verið þungt högg að þurfa að loka stöðunum í vor og gríðarlegt tekjutap fylgi því að þurfa að loka klukkan 23. Það bitni einnig á starfsfólki, enda getur það ekki unnið fulla vinnu og þá sé ekki mikið sparifé eftir. „Maður var búinn að gera það undanfarin ár að búa sig undir ýmislegt og eiga smá varasjóði, en það er búið að ganga helvíti vel á þá.“ Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni.Vísir/Vilhelm Engin smit þó það sé „troðið til ellefu“ Vegna styttri opnunartíma í sumar hafa Íslendingar lagt það í vana sinn að fara fyrr í bæinn og þá fyrr heim. Arnar segir það vissulega rétt að landsmenn hafi lagað sig að breyttum opnunartíma en það sé þó alltaf tekjutap að geta ekki haft opið jafn lengi og leyfi staðarins kveður á um. „Eins og á Lebowski bar, við erum með leyfi til hálf fimm og erum að missa fimm og hálfan klukkutíma af troðfullum stað. Það er gríðarlegt tekjutjón,“ segir Arnar og bætir við að sumarið sé tíminn þar sem staðirnir nái að safna í sína sjóði. „Sumartíminn er tíminn sem þessir staðir hlaða sig upp fyrir veturinn. Núna förum við inn í þennan vetur svolítið blindir. Við erum ekki búnir að ná að safna neinu.“ Hann gagnrýnir harðlega að tilslakanir á reglum um opnunartíma skemmtistaða hafi ekki komið fyrr. Í töluverðan tíma hafi nánast verið engin virk smit hér á landi og því hafi mátt lengja opnunartímann til eitt og þá frekar stíga skref til baka núna. „Auðvitað ber hver ábyrgð á sjálfum sér og það hefur kannski sýnt sig líka að það hafa engin smit borist á skemmtistöðum og börum þó það sé troðið til ellefu.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur 28. júlí 2020 18:48 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur 28. júlí 2020 18:48
Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18