Erlent

WHO um faraldurinn: Ein stór bylgja, engar árstíðarsveiflur

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveiru hörfi undan sumarhita á norðurhveli, ólíkt inflúensunni.
Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveiru hörfi undan sumarhita á norðurhveli, ólíkt inflúensunni. AP/Eldar Emric

Nýtt afbrigði kórónuveiru hagar sér ekki eins og inflúensa sem tekur árstíðarsveiflur, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fólk ætti að búa sig undir að faraldurinn verði aðeins ein stór bylgja.

Vangaveltur hafa lengi verið uppi um hvort að kórónuveirufaraldurinn rénaði yfir sumarið á norðurhveli jarðar þegar hlýnaði í veðri eins og þekkt er að gerist með inflúensu. Eftir fyrsta hluta faraldursins í vetur og vor gæti komið önnur „bylgja“ með haustinu.

Margaret Harris, talskona WHO, segir aftur á móti að kórónuveiran hegði sér öðruvísi og hvetur ríki heims til að halda áfram að hægja á útbreiðslu veirunnar. Varaði Harris við því að fólk hugsaði sér að faraldurinn gengi í nokkrum bylgjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

„Þetta verður ein stór bylgja. Hún fer aðeins upp og niður. Það besta er að fletja hana út og breyta henni í eitthvað sem rétt skvampar við fætur þér,“ sagði Harris á fjarfundi í Genf í dag.


Tengdar fréttir

Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring

Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna.

WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti

Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×