Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 10:23 Lögreglumaður kemur fyrir vegartálma í borginni Da Nang. AP/Trinh Quoc Dung/VNA Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent