Erlent

Milljónir barna verða van­nærð vegna á­hrifa kórónu­veirunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hin mánaðargamla Haboue Solange Boue bíður þess að komast í skoðun hjá hjúkrunarfræðingi. Haboue hefur misst helming líkamsþyngdar sinnar, en hún vó 2,5 kíló við fæðingu, frá því hún fæddist. Móðir hennar, Danssanin Lanizou er of vannærð til að mjólka.ewer vegetables.
Hin mánaðargamla Haboue Solange Boue bíður þess að komast í skoðun hjá hjúkrunarfræðingi. Haboue hefur misst helming líkamsþyngdar sinnar, en hún vó 2,5 kíló við fæðingu, frá því hún fæddist. Móðir hennar, Danssanin Lanizou er of vannærð til að mjólka.ewer vegetables. AP Photo/Sam Mednick

Nærri sjö milljón börn undir fimm ára aldri bætast í hóp barna sem eru vannærð á þessu ári og má að stórum hluta rekja það til kórónuveirufaraldursins. Áður en faraldurinn braust út voru 47 milljón börn á þessum aldri talin vannærð.

Afleiðingar faraldursins eru einna verstar í Suður-Ameríku, Suður-Asíu og sunnan Sahara eyðimerkurinnar í Afríku. Samkvæmt rannsókn sem birt var í læknatímaritinu The Lancet munu afleiðingar faraldursins leiða til þess að 128 þúsund ung börn munu deyja á fyrstu 12 mánuðum faraldursins.

Mæður í Afganistan standa í röð og bíða eftir læknisþjónustu fyrir börn sín sem öll þjást af vannæringu.AP Photo/Rafiq Maqbool

Í apríl á þessu ári varaði yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna við því að efnahagsleg áhrif faraldursins myndu leiða til alvarlegrar hungursneyðar víða um heim. Hungursneyð er lýst yfir þegar 30% íbúa eru vannærðir – það er þegar vannæringin er slík að vöðvar og líkamsfita rýrnar.

Slík vannæring hefur verið tengd við alvarlega og viðvarandi sjúkróma síðar á lífsleiðinni og hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að hún geti haft langvarandi áhrif á þroska og andlega heilsu.


Tengdar fréttir

Óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins í Afríku

Fulltrúar SOS Barnaþorpanna óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins þegar hann leggst að fullum þunga á Áfríku. Heilbrigðiskerfi margra afrískra landa eru nú þegar sprungin af völdum annarra sjúkdóma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×