Baráttan gegn heimsfaraldri ójöfnuðar: nýr samfélagssáttmáli í þágu nýrra tíma António Guterres skrifar 19. júlí 2020 08:00 Ójöfnuður í heiminum grefur undan velferð okkar og framtíð. Birtingarmyndir ójöfnuðar eru víðs vegar, hvort heldur sem er í beitingu valds á alþjóðavettvangi til kynþáttahyggju og mismununar kynjanna til ójafnrar tekjuskiptingar. Við þurfum átakanlega á nýrri hugsun að halda til að stöðva þessa þróun og snúa henni við. Við heyrum oft að háflóð hagvaxtar lyfti öllum bátsverjum upp. En í raun og veru hefur háflóð ójöfnuðar sökkt bátnum. Mikill ójöfnuður hefur ýtt undir þá veikleika heimsins sem COVID-19 hefur flett ofan af. Veiran hefur beint kastljósinu að ójöfnuði af ýmsum toga. Þeir sem höllustum standa fæti eru í mestri hættu. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar leggjast þyngst á þá sem síst eiga þess kost að bera hönd yfir höfuð sér. Ef við grípum ekki í taumana munu 100 milljónir manna til viðbótar verða sárustu fátækt að bráð og við gætum horft upp á hungursneyð af sögulegri stærðargráðu. Jafnvel áður en COVID-19 braust út hafði fólk hvarvetna tekið að fylkja liði gegn ójöfnuði. Frá 1980 til 2016 hafði ríkasta 1% heimsbyggðarinnar fengið í sinn hlut 27% allrar samanlagðrar tekjuaukningar. En tekjur eru ekki eini mælikvarðinn á ójöfnuð. Tækifæri fólks í lífinu eru háð kyni, fjölskyldu og uppruna, kynþætti, mögulegri fötlun og ýmsu öðru. Þegar margir slíkir þættir koma saman eflast þeir innbyrðis og erfast á milli kynslóða með þeim afleiðingum að líf og framtíðarhorfur milljóna manna hafa verið ákvarðaðar fyrir fæðingu. Tökum eitt dæmi: meir en helmingur tvítugra karla og kvenna í þróuðustu ríkjunum hafa sótt sér æðri menntun. Í ríkjum neðar í þróunarstiganum er þetta hlutfall aðeins 3%. Það sem verra er þá hafa nærri 17% barna sem fæddust fyrir 20 árum í síðarnefndu ríkjunum þegar týnt lífi. Sú reiði sem hefur birst í hreyfingum, annars vegar gegn kynþáttahyggju um allan heim í kjölfar dráps George Floyed, og hins vegar andófi hugrakkra kvenna gegn valdamiklum mönnum sem hafa misnotað þær, er enn eitt dæmi um djúpstæða óánægju með ríkjandi ástand. Og mestu breytingar sem við höfum kynnst á liðnum árum; stafræna byltingin og loftslagsbreytingar, kunna að festa ójöfnuð og óréttæti enn frekar í sessi. COVID-19 er mannlegur harmleikur. En faraldurinn hefur einnig skapað núverandi kynslóðum tækifæri til að byggja upp heim jöfnuðar og sjálfbærni á grundvelli tveggja miðlægra hugmynda: nýs samfélagssáttmála og nýrrar viðreisnar heimsins. Í nýjum samfélagssáttmála er gert ráð fyrir að ríkisstjórnir, almenningur, borgaralegt samfélag, atvinnulífið og aðrir taki höndum saman um sameiginlegan málstað. Menntun og stafræn tækni geta komið að notum til eflingar og jöfnunar með því að skapa tækifæri til símenntunar og greiða fyrir því að hver og einn geti aðlagast og öðlast nýja hæfni í hagkerfi sem byggist á þekkingu. Við þurfum á réttlátri skattlagningu á tekjur og auð að halda og stefnumörkun um félagslega vernd í takt við nýja tíma. Við þurfum á félagslegu öryggisneti að halda sem felur í sér heilsugæslu fyrir alla og möguleikanum á borgarlaunum sem nái til allra. Til þess að slíkur nýr samfélagssáttmáli geti orðið að veruleika þurfum við á sáttmála um viðreisn efnahagslífsins –“New deal” -að halda. Slík viðreisn felur í sér tryggingu fyrir því að völdum, auði og tækifærum sé dreift á jafnari og réttátari hátt á alþjóðavísu. Nýrri alheims-viðreisn ber að byggja á réttlátri hnattvæðingu, réttindum og reisn hverrar manneskju, á því að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna, að virða réttindi komandi kynslóða og að mæla árangur fremur á mannlegan en hagfræðilegan hátt. Við þurfum á hnattrænum stjórnunarháttum að halda sem feli í sér að allir taki að fullu þátt og sitji við sama borð í stjórnun alþjóðastofnana. Þróunarríkjum ber að hafa sterkari rödd, hvort heldur sem er í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóða bankans og víðar. Við þurfum á stöðugri alþjóðlegu viðskiptakerfi að halda í þágu allra sem greiði fyrir því að þróunarríki færist upp á við í hnattrænnni virðiskeðju. Nýta ber uppstokkun skulda og aðgang að lánum á viðráðanlegum kjörum til þess að skapa fjárhagslegt svigrúm til aukinna fjárfestinga í grænu, sanngjörnu hagkerfi. Ný viðreisnaráætlun og nýr samfélagssáttmáli gerir heiminum kleift að komast að nýju á beinu brautina til að uppfylla loforð Parísarsamningsins um loftlagsbreytingar og Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun – sameiginlega heimssýn okkar um frið og velmegun á heilbrigðri plánetu fyrir 2030. Heimur okkar er á heljarþröm. En með því að berjast gegn ójöfnuði á grundvelli nýs samfélagssáttmála og nýrrar hnattrænnar viðreisnar kunna betri dagar að vera framundan. Höfundur er aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður í heiminum grefur undan velferð okkar og framtíð. Birtingarmyndir ójöfnuðar eru víðs vegar, hvort heldur sem er í beitingu valds á alþjóðavettvangi til kynþáttahyggju og mismununar kynjanna til ójafnrar tekjuskiptingar. Við þurfum átakanlega á nýrri hugsun að halda til að stöðva þessa þróun og snúa henni við. Við heyrum oft að háflóð hagvaxtar lyfti öllum bátsverjum upp. En í raun og veru hefur háflóð ójöfnuðar sökkt bátnum. Mikill ójöfnuður hefur ýtt undir þá veikleika heimsins sem COVID-19 hefur flett ofan af. Veiran hefur beint kastljósinu að ójöfnuði af ýmsum toga. Þeir sem höllustum standa fæti eru í mestri hættu. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar leggjast þyngst á þá sem síst eiga þess kost að bera hönd yfir höfuð sér. Ef við grípum ekki í taumana munu 100 milljónir manna til viðbótar verða sárustu fátækt að bráð og við gætum horft upp á hungursneyð af sögulegri stærðargráðu. Jafnvel áður en COVID-19 braust út hafði fólk hvarvetna tekið að fylkja liði gegn ójöfnuði. Frá 1980 til 2016 hafði ríkasta 1% heimsbyggðarinnar fengið í sinn hlut 27% allrar samanlagðrar tekjuaukningar. En tekjur eru ekki eini mælikvarðinn á ójöfnuð. Tækifæri fólks í lífinu eru háð kyni, fjölskyldu og uppruna, kynþætti, mögulegri fötlun og ýmsu öðru. Þegar margir slíkir þættir koma saman eflast þeir innbyrðis og erfast á milli kynslóða með þeim afleiðingum að líf og framtíðarhorfur milljóna manna hafa verið ákvarðaðar fyrir fæðingu. Tökum eitt dæmi: meir en helmingur tvítugra karla og kvenna í þróuðustu ríkjunum hafa sótt sér æðri menntun. Í ríkjum neðar í þróunarstiganum er þetta hlutfall aðeins 3%. Það sem verra er þá hafa nærri 17% barna sem fæddust fyrir 20 árum í síðarnefndu ríkjunum þegar týnt lífi. Sú reiði sem hefur birst í hreyfingum, annars vegar gegn kynþáttahyggju um allan heim í kjölfar dráps George Floyed, og hins vegar andófi hugrakkra kvenna gegn valdamiklum mönnum sem hafa misnotað þær, er enn eitt dæmi um djúpstæða óánægju með ríkjandi ástand. Og mestu breytingar sem við höfum kynnst á liðnum árum; stafræna byltingin og loftslagsbreytingar, kunna að festa ójöfnuð og óréttæti enn frekar í sessi. COVID-19 er mannlegur harmleikur. En faraldurinn hefur einnig skapað núverandi kynslóðum tækifæri til að byggja upp heim jöfnuðar og sjálfbærni á grundvelli tveggja miðlægra hugmynda: nýs samfélagssáttmála og nýrrar viðreisnar heimsins. Í nýjum samfélagssáttmála er gert ráð fyrir að ríkisstjórnir, almenningur, borgaralegt samfélag, atvinnulífið og aðrir taki höndum saman um sameiginlegan málstað. Menntun og stafræn tækni geta komið að notum til eflingar og jöfnunar með því að skapa tækifæri til símenntunar og greiða fyrir því að hver og einn geti aðlagast og öðlast nýja hæfni í hagkerfi sem byggist á þekkingu. Við þurfum á réttlátri skattlagningu á tekjur og auð að halda og stefnumörkun um félagslega vernd í takt við nýja tíma. Við þurfum á félagslegu öryggisneti að halda sem felur í sér heilsugæslu fyrir alla og möguleikanum á borgarlaunum sem nái til allra. Til þess að slíkur nýr samfélagssáttmáli geti orðið að veruleika þurfum við á sáttmála um viðreisn efnahagslífsins –“New deal” -að halda. Slík viðreisn felur í sér tryggingu fyrir því að völdum, auði og tækifærum sé dreift á jafnari og réttátari hátt á alþjóðavísu. Nýrri alheims-viðreisn ber að byggja á réttlátri hnattvæðingu, réttindum og reisn hverrar manneskju, á því að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna, að virða réttindi komandi kynslóða og að mæla árangur fremur á mannlegan en hagfræðilegan hátt. Við þurfum á hnattrænum stjórnunarháttum að halda sem feli í sér að allir taki að fullu þátt og sitji við sama borð í stjórnun alþjóðastofnana. Þróunarríkjum ber að hafa sterkari rödd, hvort heldur sem er í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóða bankans og víðar. Við þurfum á stöðugri alþjóðlegu viðskiptakerfi að halda í þágu allra sem greiði fyrir því að þróunarríki færist upp á við í hnattrænnni virðiskeðju. Nýta ber uppstokkun skulda og aðgang að lánum á viðráðanlegum kjörum til þess að skapa fjárhagslegt svigrúm til aukinna fjárfestinga í grænu, sanngjörnu hagkerfi. Ný viðreisnaráætlun og nýr samfélagssáttmáli gerir heiminum kleift að komast að nýju á beinu brautina til að uppfylla loforð Parísarsamningsins um loftlagsbreytingar og Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun – sameiginlega heimssýn okkar um frið og velmegun á heilbrigðri plánetu fyrir 2030. Heimur okkar er á heljarþröm. En með því að berjast gegn ójöfnuði á grundvelli nýs samfélagssáttmála og nýrrar hnattrænnar viðreisnar kunna betri dagar að vera framundan. Höfundur er aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar