Guðbjörgu garðyrkjukonu í Múlakoti í Fljótshlíð fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2020 19:40 Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira