Aukin harka í mótmælum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 13:07 Ómerktir alríkislögregluliðar ráðast gegn konu á mótmælum í nafni „Svört líf skipta máli“ við alríkisdómshúsið sem hefur verið miðpunktur mótmæla undanfarinna vikna í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina. Alríkislögreglumenn skutu táragasi, höggsprengjum og piparkúlum til þess að tvístra mótmælendum fyrir utan alríkisdómshús í miðborg Portland í nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Einhverjir mótmælendanna höfðu klifað yfir girðingu við dómshúsið en aðrir skutu flugeldum, börðu girðinguna og vörpuðu myndum á bygginguna. Fyrr um kvöldið var tilkynnt um að skotum hefði verið hleypt af og taska með hlöðnum skothylkjum í hríðskotariffil og bensínsprengjum fannst í garði í borginni. Mótmælin voru þó friðsöm lengi framan af en leikar tóku að æsast þegar alríkislögreglumenn, sem voru sendir til Portland í óþökk yfirvalda í borginni og Oregon-ríki, lýsti samkomuna ólöglega og hugðust rýma svæði við alríkisbyggingar. Nokkur fjöldi fólks var handtekinn. Mótmælin í Portland hafa nú geisað í meira en fimmtíu nætur eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Borgaryfirvöld og ríkisyfirvöld í Oregon hafa beðið alríkisstjórnina um að draga lögreglulið sitt til baka frá Portland en þau telja að vera þess æsi aðeins til frekari mótmæla. Alríkislögregluliðið fer um ómerkt í felulitum og hefur handtekið fólk fyrir litlar eða engar sakir án þess að gera grein fyrir sér. Mótmælandi leikur á trompet ofan á girðingu utan um Mark O. Hatfield-alríkisdómshúsið í miðborg Portland í nótt. Lögregla lýsti samkomuna ólöglega og dreifði mótmælendum með táragasi, höggsprengjum og ertandi efnum.AP/Marcio Jose Sanchez Lausmunum kastað og skotum hleypt af Harka færðist í mótmæli í fleiri borgum um helgina. Í Austin í Texas var karlmaður skotinn til bana á kröfufundi í miðborginni. Í Richmond í Virginíu var kveikt í bifreið fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Denver særðist mótmælandi þegar skotum var hleypt af úr bíl sem var ekið fram hjá hópi þeirra, að sögn Washington Post. Í Los Angeles í Kaliforníu skutu lögreglumenn á mótmælendur við alríkisdómshús. Mótmælendur í Seattle lögðu eld að framkvæmdasvæði þar sem fangelsi fyrir ungmenni er í byggingu. Lögreglan þar segir mótmælendur hafa kastað steinum, flöskum og flugeldum að lögreglumönnum á laugardag. Þrír lögreglumenn hafi særst og 25 mótmælendur verið handteknir. Donald Trump forseti, sem hefur lagt allt kapp á að lýsa mótmælendunum sem ofbeldisfullum öfgavinstrimönnum og spyrða Joe Biden, væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, saman við þá, hélt áfram að bölsótast út í mótmælin um helgina. Fullyrti forsetinn að hópur kvenna sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland og kallar sig „Mömmuvegginn“ sigli undir fölsku flaggi án nokkurra sannana. „„Mótmælendurnir“ eru í raun stjórnleysingjar sem hata landið okkar. Röð saklausra „mæðra“ var gabb sem [fjölmiðlar] neita að viðurkenna, alveg eins og þeir segja ekki frá ofbeldinu í þessum mótmælum,“ fullyrti forsetinn ranglega. The protesters are actually anarchists who hate our Country. The line of innocent mothers were a scam that Lamestream refuses to acknowledge, just like they don t report the violence of these demonstrations! https://t.co/A0IBAzqVoT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10 Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina. Alríkislögreglumenn skutu táragasi, höggsprengjum og piparkúlum til þess að tvístra mótmælendum fyrir utan alríkisdómshús í miðborg Portland í nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Einhverjir mótmælendanna höfðu klifað yfir girðingu við dómshúsið en aðrir skutu flugeldum, börðu girðinguna og vörpuðu myndum á bygginguna. Fyrr um kvöldið var tilkynnt um að skotum hefði verið hleypt af og taska með hlöðnum skothylkjum í hríðskotariffil og bensínsprengjum fannst í garði í borginni. Mótmælin voru þó friðsöm lengi framan af en leikar tóku að æsast þegar alríkislögreglumenn, sem voru sendir til Portland í óþökk yfirvalda í borginni og Oregon-ríki, lýsti samkomuna ólöglega og hugðust rýma svæði við alríkisbyggingar. Nokkur fjöldi fólks var handtekinn. Mótmælin í Portland hafa nú geisað í meira en fimmtíu nætur eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Borgaryfirvöld og ríkisyfirvöld í Oregon hafa beðið alríkisstjórnina um að draga lögreglulið sitt til baka frá Portland en þau telja að vera þess æsi aðeins til frekari mótmæla. Alríkislögregluliðið fer um ómerkt í felulitum og hefur handtekið fólk fyrir litlar eða engar sakir án þess að gera grein fyrir sér. Mótmælandi leikur á trompet ofan á girðingu utan um Mark O. Hatfield-alríkisdómshúsið í miðborg Portland í nótt. Lögregla lýsti samkomuna ólöglega og dreifði mótmælendum með táragasi, höggsprengjum og ertandi efnum.AP/Marcio Jose Sanchez Lausmunum kastað og skotum hleypt af Harka færðist í mótmæli í fleiri borgum um helgina. Í Austin í Texas var karlmaður skotinn til bana á kröfufundi í miðborginni. Í Richmond í Virginíu var kveikt í bifreið fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Denver særðist mótmælandi þegar skotum var hleypt af úr bíl sem var ekið fram hjá hópi þeirra, að sögn Washington Post. Í Los Angeles í Kaliforníu skutu lögreglumenn á mótmælendur við alríkisdómshús. Mótmælendur í Seattle lögðu eld að framkvæmdasvæði þar sem fangelsi fyrir ungmenni er í byggingu. Lögreglan þar segir mótmælendur hafa kastað steinum, flöskum og flugeldum að lögreglumönnum á laugardag. Þrír lögreglumenn hafi særst og 25 mótmælendur verið handteknir. Donald Trump forseti, sem hefur lagt allt kapp á að lýsa mótmælendunum sem ofbeldisfullum öfgavinstrimönnum og spyrða Joe Biden, væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, saman við þá, hélt áfram að bölsótast út í mótmælin um helgina. Fullyrti forsetinn að hópur kvenna sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland og kallar sig „Mömmuvegginn“ sigli undir fölsku flaggi án nokkurra sannana. „„Mótmælendurnir“ eru í raun stjórnleysingjar sem hata landið okkar. Röð saklausra „mæðra“ var gabb sem [fjölmiðlar] neita að viðurkenna, alveg eins og þeir segja ekki frá ofbeldinu í þessum mótmælum,“ fullyrti forsetinn ranglega. The protesters are actually anarchists who hate our Country. The line of innocent mothers were a scam that Lamestream refuses to acknowledge, just like they don t report the violence of these demonstrations! https://t.co/A0IBAzqVoT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10 Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10
Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55