Erlent

23 rúss­neskir skip­verjar smitaðir og tveir á sjúkra­húsi

Sylvía Hall skrifar
Tveir skipverjar hafa verið fluttir á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn.
Tveir skipverjar hafa verið fluttir á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn. Landssjúkrahúsið

Tveir rússneskir skipverjar á togaranum Karelia hafa verið lagðir inn á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum vegna Covid-19. Skipverjarnir eru hluti af 77 manna áhöfn togarans en 23 af 30 skipverjum sem voru skimaðir reyndust vera með veiruna.

Fyrri skipverjinn sem var lagður inn á sjúkrahús var fluttur á sjúkrahúsið í Klaksvík vegna gruns um lungnabólgu. Þegar í ljós kom að maðurinn reyndist smitaður af kórónuveirunni voru aðrir áhafnarmeðlimir skimaðir.

Átta Færeyingar voru settir í sóttkví eftir að hafa átt samskipti við skipverjana eftir að þeir komu að bryggju. Þó mega skipverjar á rússneskum skipum ekki fara út fyrir ákveðið svæði við skipið þegar þeir koma að bryggju í Færeyjum og því ólíklegt að þeir hafi getað smitað fleiri en þá Færeyinga sem áttu í samskiptum við áhöfnina.

Grunur um smitin vaknaði eftir að einn skipverjinn var fluttur á sjúkrahúsið í Klaksvík vegna lungnabólgu. Þegar í ljós kom að hann var smitaður af kórónuveirunni var hann fluttur á Landssjúkrahúsið.Landssjúkrahúsið

Skipið fór úr höfn frá Fuglafirði rétt fyrir miðnætti á laugardag. Á vef Kringvarpsins segir að togarinn sé nú á leið til veiða á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC svæðinu, fyrir norðan Færeyjar.

Þá hafa yfirvöld í Færeyjum hvatt skipið til þess að snúa aftur til Rússlands vegna smitanna, í ljósi þess hve margir meðlimir áhafnarinnar eru með smitaðir. Fleiri um borð gætu verið smitaðir enda voru aðeins 30 af 70 skimaðir og 23 af þeim með veiruna.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×