Erlent

Segir Rússa ekki á leið aftur í G7 hópinn

Andri Eysteinsson skrifar
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands.
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/EPA

Þjóðverjar hafna þeirri hugmynd að hleypa Rússum aftur inn í hóp G7 ríkjanna, hóp áhrifamestu ríkja heims.

 Á fundi ríkjanna í síðasta mánuði ræddi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hugmyndina um að hleypa Rússum aftur að en þeim var vísað á dyr eftir innlimun Krímskaga árið 2014.

Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, ræddi málin í viðtali við Rheinische Post og sagði hann þar að það væri engin leið til að hleypa Rússum aftur að á meðan ekki væri unnið að því að leysa deilur á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu.

Besta leiðin fyrir Rússa til að koma sér aftur í hópinn væri að finna friðsamlega lausn á þeim vadna.

Rússar hafa ekki verið hluti af G7 ríkjunum, sem samanstendur af Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum, síðan 2014. Þeir eru þó enn hluti af samskonar hópi ríkja G20.

Maas sagði að þetta fyrirkomulag væri ágætt og ekki þyrfti að hrófla frekar við skipan hópanna.

„Við þurfum ekki G11 eða G12,“ sagði utanríkisráðherrann Heiko Maas sem bætti við að á mörgum sviðum sé sambandið við Rússa stirt. „Við vitum hins vegar að við þurfum aðkomu Rússlands til þess að leysa úr vandamálum á borð við átök í Sýrland, Lýbíu og Úkraínu,“ sagði Maas.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.