Erlent

Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum

Andri Eysteinsson skrifar
Garrett Foster og unnusta hans Whitney Mitchell.
Garrett Foster og unnusta hans Whitney Mitchell. Twitter

Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð.

BBC greinir frá því að Foster hafi tekið þátt í mótmælunum ásamt unnustu sinni. Bíll hafi keyrt inn í hóp mótmælanda og hafi einhver farþega bílsins skotið út úr ökutækinu og á mannfjöldann.

Foster varð fyrir skoti og lést skömmu síðar.

Móðir Foster sagði í viðtali við Good Morning America að sonur hennar og unnusta hans hafi tekið þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi í yfir fimmtíu daga. Hann hafi líklega verið vopnaður riffli á meðan hann tók þátt í mótmælunum.

„Hann var að mótmæla því að hann hefur sterka réttlætiskennd og var mjög andsnúinn lögregluofbeldi. Þá vildi hann einnig sýna unnustu sinni, sem er af afrískum uppruna, stuðning,“ sagði Foster.

Lögregla rannsakar nú málið og hefur einn verið handtekinn í tengslum við verknaðinn.

Komið hefur til átaka milli mótmælanda og lögreglu á síðustu dögum, sérstaklega í borginni Portland á vesturströnd Bandaríkjanna. BBC segir að ástandið þar í borg hafi versnað eftir að alríkislögreglumenn voru sendir á vettvang. Lögreglumenn beiti táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmælendum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.