Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter Andri Már Eggertsson skrifar 26. júlí 2020 22:09 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. vísir/bára Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira