Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter Andri Már Eggertsson skrifar 26. júlí 2020 22:09 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. vísir/bára Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira