Erlent

Búast við miklum flóðum vegna Hönnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjór hefur gengið á land og valdið miklum skemmdum.
Sjór hefur gengið á land og valdið miklum skemmdum. AP/Eric Gay

Hanna, fyrst fellibylur Atlantshafsins á þessu ári, náði landi í Texas í bandaríkjunum í nótt. Hanna missti fljótt kraft og varð að óveðri en þrátt fyrir það hefur mikil rigning átt sér stað á svæðinu og er búist við umfangsmiklum flóðum.

Búist er við því allt að 30 sentímetra rigningu á einum degi en á sérstökum stöðum gæti hún náð allt að 46 sentímetrum, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Sérstaklega er varað við stórhættulegum skyndiflóðum sem gætu átt sér stað vegna rigningarinnar.

Svæðið þar sem Hanna náði landi hefur átt undir högg að sækja vegna mikillar dreifingar nýju kórónuveirunnar þar.

Þar að auki hefur sjór gengið á land og valdið skemmdum. Nú eru minnst 43.700 manns án rafmagns og er búið að opna fjöldahjálparstöðvar á svæðinu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um fellibylinn í nótt og sagði mikilvægt að fólki hlusti á sérfræðinga og fylgi fyrirmælum.

Hér að neðan má sjá myndefni sem myndatökumaður AP fréttaveitunnar fangaði í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×