Fótbolti

Skoraði sjaldséð mark og hjálpaði liði sínu á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg kom Vålerenga á bragðið í kvöld.
Ingibjörg kom Vålerenga á bragðið í kvöld. MYND/INSTAGRAM SÍÐA VÅLERENGA

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði einkar sjaldséð mark er Vål­erenga vann Avaldsnes 2-1 á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Ingibjörg var að sjálfsögðu á sínum stað í vörn Vål­erenga frá upphafi leiks til lokaflautsins. Vål­erenga byrjaði samt leikinn vægast sagt illa en liðið var lent undir eftir aðeins fimm mínútur og var enn undir er flautað var til hálfleiks.

Ingibjörg jafnaði metin fyrir heimastúlkur í Vål­erenga á 69. mínútu. Ingibjörg hefur ekki verið þekkt fyrir markaskorun undanfarin ár en í 86 leikjum hér á landi skoraði hún átta mörk. Þá hefur hún ekki enn skorað fyrir A-landsliðið þrátt fyrir að spila 30 leiki. 

Það má með sanni segja að þegar hún skorar þá eru mörkin mikilvæg.

Það var svo aðeins ein mínútu til leiksloka skoraði Njoya Ajara Nchout skoraði sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 og Vål­erenga komið á toppinn. Liðið er með 10 stig þegar fjórum umferðum er lokið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.