Enski boltinn

Stálu bílnum hans Fabinho og skartgripum er hann fagnaði titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fabinho var ekki svona glaður er hann heyrði fréttirnar.
Fabinho var ekki svona glaður er hann heyrði fréttirnar. vísir/getty

Brotist var inn til Fabinho, miðjumanns Liverpool, á meðan hann fagnaði bikarafhendingunni hjá Liverpool á miðvikudaginn.

Brotist var inn á heimili Brasilíumannsins þegar enginn var heima á miðvikudaginn en talið er að farið hafi verið inn í húsið á milli þrjú að degi til og til fjögur morguninn eftir.

Skartgripir voru teknir af heimili Fabinho í Formby en einnig var Audi RS6 bíll hans tekinn. Hann fannst þó síðar í kringum bæinn Wigan.

Talið er að þjófarnir hafi farið inn þegar Fabinho var á Anfield að lyfta enska meistaratitlinum en fjölskylda Fabinho var heldur ekki, sem betur fer, heima.

Hann er ekki fyrsti Liverpool-maðurinn sem brotist er inn til á síðustu árum en þegar Liverpool spilaði gegn Bayern Munchen á síðasta ári þá var brotist inn til Sadio Mane.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.