Sturgeon sakaði Boris um að reyna að nýta sér faraldurinn í pólitískum tilgangi Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 21:23 Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skota. Getty/Fraser Bremner Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“ Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“
Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira