Sturgeon sakaði Boris um að reyna að nýta sér faraldurinn í pólitískum tilgangi Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 21:23 Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skota. Getty/Fraser Bremner Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“ Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands sakaði í dag forsætisráðherra Bretlands um að beita kórónuveirufaraldrinum sem „einhverskonar pólitísku vopni.“ Þessa dagana sækir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Skotland heim í fyrsta sinn frá því í desember síðastliðnum. Sagði ráðherrann að viðbrögð Breta við faraldrinum væri dæmi um einskæran mátt breska konungdæmisins. Skotum hefði beðið efnahagslegar hamfarir ef ekki væri fyrir ríkissjóð Bretlands sem þeim var unnt að leita í. Johnson hafnaði því að hann væri að nota faraldurinn í þeim tilgangi að reyna að efla stuðning skoskra við því að konungdæmið haldist í núverandi mynd en skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda eru hlynntir því að Skotar sækist eftir sjálfstæði frá breska konungdæminu. „Ekkert okkar ætti að beita þessum faraldri fyrir sér í pólítíkinni,“ sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skota á blaðamannafundi sínum í dag. Sturgeon gaf þá lítið fyrir ummæli Johnson um að mikilvægi breska ríkissjóðsins fyrir Skota. „Værum við sjálfstætt ríki þá myndum við sjá um þetta sjálf, rétt eins og Írar gera,“ sagði Sturgeon. „Ég tel að það ætti enginn að fagna vegna faraldurs sem hefur kostað þúsundir lífið,“ bætti ráðherrann við. Skoðanakannanir teknar í Skotlandi hafa sýnt fram á það að þrefalt meiri ánægja ríkir um störf Sturgeon en Johnson þegar við kemur faraldrinum. Johnson svaraði því ekki beint þegar hann var spurður um mögulegar ástæður fyrir þeim mun. „Ágreiningur í stjórnmálum ætti ekki að skipta neinn máli. Raunveruleikinn er sá að þjóðin er að bregðast við faraldrinum á hátt sem sameinar okkur frekar en að sundra.“
Skotland Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira