Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:26 Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd í skýrslu þingnefndar. Vísir/Getty Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05
Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00