Erlent

Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Greta Thunberg í Davos.
Greta Thunberg í Davos. AP/MARKUS SCHREIBER

Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni. 

Greta, sem er sautján ára, sagðist afar stolt af verðlaununum og bætti við að verðlaunaféinu, einni milljón evra, eða um 160 milljónum íslenskra króna, verði öllu veitt til góðra málefna. 

Thunberg hefur fengið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar síðustu ár en engin þar sem verðlaunaféið er jafnhátt. Hún hefur þegar ákveðið að hluti peninganna, eða hundrað þúsund evrur, fari til samtakanna SOS Amazonia sem berjast nú við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í regnskógum Brasilíu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×