Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2020 15:59 Þyrlur passa illa inn í friðsældina á Hornströndum, segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérræðingur hjá Umhverfisstofnun. Vísir Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira