Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 22:26 Carrie Lam tilkynnti um hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan hana má sjá slagorðið „Verjumst veirunni!“ stórum stöfum. Qin Louyue/Getty Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir Carrie Lam, æðsta stjórnanda sjálfstjórnarhéraðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Lam að yfir hundrað manns hefðu greinst með veiruna síðastliðinn sólarhring. Þá kynnti hún aðgerðir til þess að heft útbreiðslu veirunnar í Hong Kong. Hún sagði ástandið alvarlegt og að engin merki væru um að stjórn myndi nást á faraldrinum í bráð. Stjórnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að prófa meira fyrir veirunni en hefur verið gert til þessa. Þá munu allir sem ekki teljast til „nauðsynlegra starfsstétta“ þurfa að vinna heima. Lam sagði að héðan í frá yrðu 10 þúsund próf framkvæmd á degi hverjum. Þá verða öll skylduð til þess að bera grímur í innanhússalmenningsrýmum. Áður hafði aðeins verið skylda að bera grímu þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Alls greindust 108 manns með veiruna. Smitin skiptast þannig að 83 þeirra eru svokölluð innanlandssmit, en 25 komu til Hong Kong utan frá. Hong Kong hefur, þar til nýlega, gengið vel í baráttu sinni við faraldurinn. Gripið var til yfirgripsmikilla aðgerða í byrjun þessa árs, þegar faraldursins var fyrst vart í Kína. Þó hefur sigið á ógæfuhliðina í sóttvarnamálum í héraðinu, en síðustu tvær vikur hafa yfir 500 manns greinst með virk veirusmit. Óttast að stjórnvöld nýti sér faraldurinn Síðustu vikur hafa stjórnvöld í Hong Kong bannað ýmsa viðburði, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Til að mynda varð ekkert af árlegri minningarathöfn sem halda átti 4. júní síðastliðinn, til minningar um þau sem létust í mótmælum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Eins var tekið fyrir árlegan lýðræðisfund þann 1. júlí, í sóttvarnaskyni. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa sakað stjórnvöld um að notfæra sér heimsfaraldurinn til þess að berja niður slíka fundi og önnur mótmæli sem ekki hugnast stjórnvöldum.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“