Enski boltinn

Guardiola eftir bikartapið: Við erum bara mannlegir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik.
Úr leik. vísir/Getty

Pep Guardiola, stjóri Man City, segir lið sitt ekki hafa sýnt sínar bestu hliðar þegar það mætti Arsenal í undanúrslitum enska bikarsins í kvöld.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Arsenal þar sem Gabonmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang gerði bæði mörk leiksins.

„Við sýndum ekki góða frammistöðu. Við vorum ekki nógu góðir. Ef þú spilar ekki allar 90 mínúturnar almennilega í undanúrslitaleik getur þetta gerst. Við gerðum ekki vel og við erum mannlegir. Andstæðingurinn spilaði vel og stundum gerist það,“ segir Guardiola. 

Laut Spánverjinn þar með í lægra haldi fyrir landa sínum, Mikel Arteta, sem var einmitt einn af aðstoðarmönnum Guardiola áður en hann tók við Arsenal á miðju tímabili.

„Eina sem ég sé eftir er að við höfum ekki spilað fyrri hálfleikinn eins og við gerðum í þeim síðari. Við breyttum um taktík en það dugði ekki til,“ sagði Guardiola.

Man City vann enska deildabikarinn fyrr í vetur en nú er ljóst að Guardiola getur aðeins bætt einum titli við titlasafnið á þessu tímabili, sjálfum Evrópumeistaratitlinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×