Enski boltinn

Leeds meistari í B-deildinni og Brent­­ford kastaði frá sér gullnu tæki­­færi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var hiti á hliðarlínunni í dag.
Það var hiti á hliðarlínunni í dag. vísir/getty

Leeds United tryggði sér í gær sæti í ensku úrvalsdeildinni og í dag varð liðið enskur B-deildarmeistari eftir að Stoke vann 1-0 sigur á Brentford.

Hvorki Brentford né WBA, sem sitja í 2. og 3. sætinu, geta nú náð Leeds en Brentford tapaði 1-0 fyrir Stoke á útivelli í dag.

Með sigri hefði Brentford skotist upp fyrir WBA í 2. sætinu og hefði því verið með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina en svo verður ekki.

Leeds er með 87 stig, WBA 82 stig og Brentford með 81 stig fyrir síðustu umferðina. Með sigrinum hélt Stoke sér uppi en þeir höfðu verið í fallbaráttu allt tímabilið.


Tengdar fréttir

Sextán ára bið Leeds á enda

Leeds United mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir að WBA mistókst að vinna Huddersfield í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×