Fótbolti

Fimm lið á Ítalíu og þrjú úr­vals­deildar­fé­lög á Eng­landi spurðust fyrir um Andra Fannar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Ítalíu.
Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Ítalíu. vísir/getty

Fimm lið á Ítalíu sem og þrjú úrvalsdeildarfélög á Englandi hafa haft samband við Bologna og lýst áhuga á hinum átján ára gamla Andra Fannari Baldurssyni.

Þetta staðfesti hann sjálfur í samtali við Valtý Björn Valtýsson í þættinum Mín Skoðun á Sport FM.

Andri Fannar segir að liðin hafi spurst fyrir um miðjumanninn í kórónuveiruhléinu en hann segist ekki vita hvaða lið um ræðir.

„Það er fínt fyrir mig að einbeita mér að þessu verkefni og standa mig hér,“ sagði Andri Fanar.

Hann gekk í raðir Bologna síðasta sumar en hafði verið á láni hjá félaginu frá janúarmánuði 2019.

Hans bíður nýr fimm ára samningur hjá ítalska félaginu sem hann reiknar með að skrifa undir á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×