Enski boltinn

Guar­diola hlær að spekingunum þegar þeir tala um David Luiz

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pep Guardiola hrífst af David Luiz.
Pep Guardiola hrífst af David Luiz. VÍSIR/GETTY

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, skilur lítið í því þegar spekingarnir í enska boltanum gagnrýna David Luiz, varnarmann Arsenal.

David Luiz hefur verið mikið gagnrýndur á leiktíðinni og sér í lagi eftir tapið gegn City í ensku úrvalsdeildinni fyrr á leiktíðinni.

City og Arsenal mætast í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley um helgina og sá spænski hrósar Luiz.

„Ég ber ótrúlega virðingu fyrir honum og hvað hann hefur gert á ferlinum. Hann er afbragðsleikmaður, með ótrúlegt hugarfar og góðan persónuleika,“ sagði Guardiola.

„Ég hlæ þegar ég hlusta á spekingana. Stór hluti af þeim voru varnarmenn og þeir halda að þeir hafi ekki gert ein mistök á öllum ferlinum, þrátt fyrir að þeir hafi spilað í fimmtán eða tuttugu ár.“

„Mér líkar vel við að Luiz er enn að spila fótbolta og ég er viss um að hann mun gera vel. Mistök eru hluti af leiknum en hann gerir þetta með reisn og ég ber mikla virðingu fyrir honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×