Auknar valdheimildir gegn veirunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 12:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fundi dagsins. Getty/PA Video - PA Images Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18