Trump breytir umhverfisverndarlöggjöf til að hraða framkvæmdum Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:28 Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04