Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 18:52 Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Milton safnar aftur krafti Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira
Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Milton safnar aftur krafti Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira