Erlent

Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
„Hong Kong mun nú hljóta sömu meðferð og meginland Kína,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem hefur skrifað undir tilskipun þess efnis.
„Hong Kong mun nú hljóta sömu meðferð og meginland Kína,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem hefur skrifað undir tilskipun þess efnis. AP/Alex Brandon

Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta.

„Hong Kong mun nú hljóta sömu meðferð og meginland Kína,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem hefur skrifað undir tilskipun þess efnis.

Útspilið er liður í refsiaðgerðum Trumps vegna nýrra og umdeildra öryggislaga sem Bandaríkjastjórn telur að stofni frelsi íbúa Hong Kong í hættu.

Þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 var það gert gegn loforði um að frelsi íbúa Hong Kong yrði tryggt með stefnunni um eitt ríki, tvö kerfi.

Kínversk stjórnvöld hafa gagnrýnt útspil Bandaríkjastjórnar harðlega og heita hefnda.


Tengdar fréttir

Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong

Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins.

Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg

Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.