Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 20:00 Nýju lögunum hefur verið mótmælt af hörku á götum Hong Kong. EPA/Jerome Favre Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi. Hong Kong Kína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi.
Hong Kong Kína Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira