Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 17:28 Hópur nemenda í Polytechnic University í Hong Kong mótmæla við útskrift úr skólanum. Mótmælin fóru fram í byrjun nóvember 2019 en þá var mánuður liðinn frá því að yfirvöld kynntu til sögunnar lög sem banna notkun andlitsgríma á opinberum samkomum. EPA-EFE/JEROME FAVRE Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum. Hong Kong Kína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum.
Hong Kong Kína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira