Giroud skallaði Chelsea í góða stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giroud skorar sigurmarkið.
Giroud skorar sigurmarkið. vísir/getty

Chelsea vann lífsnauðsynlegan sigur á Norwich, 1-0, er liðin mættust í upphafsleik 36. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Chelsea er að berjast um Meistaradeildarsæti við Leicester og Manchester United en með sigrinum er Chelsea í 3. sætinu með 63 stig.

Leicester og United eru bæði með 59 stig en eiga þó leik til góða. Þau mætast svo í síðustu umferðinni í deildinni.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Oliver Giroud í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegan undirbúning Bandaríkjamannsins Christian Pulisic. Lokatölur 1-0.

Norwich eru fallnir úr deildinni og voru fallnir fyrir leik kvöldsins.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.