Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 23:09 Duda fagnar ásamt stuðningsmönnum sínum í kvöld. Vísir/getty Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. Samkvæmt nýjustu útgönguspám sem birtar voru skömmu eftir miðnætti í Póllandi fékk Duda 50,8 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,2 prósent atkvæða. Munurinn eykst lítillega milli frambjóðendanna frá fyrstu útgönguspám, sem birtar voru rétt eftir að kjörstöðum var lokað í Póllandi klukkan 19 að íslenskum tíma. Þá var Duda með 50,4 prósent atkvæða en Trzaskowski með 49,6. Gert er ráð fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna verði kynntar á morgun en í síðasta lagi á miðvikudag. Enn er beðið eftir atkvæðum þeirra Pólverja sem kusu erlendis. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í kvöld og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski. Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur 12. júlí 2020 19:27 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. Samkvæmt nýjustu útgönguspám sem birtar voru skömmu eftir miðnætti í Póllandi fékk Duda 50,8 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,2 prósent atkvæða. Munurinn eykst lítillega milli frambjóðendanna frá fyrstu útgönguspám, sem birtar voru rétt eftir að kjörstöðum var lokað í Póllandi klukkan 19 að íslenskum tíma. Þá var Duda með 50,4 prósent atkvæða en Trzaskowski með 49,6. Gert er ráð fyrir að opinberar niðurstöður kosninganna verði kynntar á morgun en í síðasta lagi á miðvikudag. Enn er beðið eftir atkvæðum þeirra Pólverja sem kusu erlendis. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í kvöld og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski.
Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur 12. júlí 2020 19:27 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur 12. júlí 2020 19:27
Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19