Fimm létust í gíslatöku í kirkju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:11 Fimm létust í árásinni. Getty/Frikkie Kapp Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins. Suður-Afríka Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins.
Suður-Afríka Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira