Íslenski boltinn

Mjólkurbikarinn: KR, FH og bikarmeistararnir áfram

Ísak Hallmundarson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir var í stuði í kvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir var í stuði í kvöld. vísir/daníel

KR, FH og Selfoss hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna eftir sigur í 16-liða úrslitum í kvöld.

KR lagði Tindastól 4-1, en gestirnir frá Skagafirði sem spila í Lengjudeildinni komust óvænt yfir í fyrri hálfleik með marki frá Laufey Hörpu Halldórsdóttur. KR-konur kláruðu leikinn svo í seinni hálfleik. Thelma Lóa Hermannsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir KR-liðið í 4-1 sigri. 

FH vann nokkuð óvæntan útisigur á Þrótti í Laugardalnum. Andrea Mist Pálsdóttir kom FH yfir á 16. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, sem lauk með 0-1 sigri FH. FH náði þannig að hefna fyrir tapið gegn Þrótti í Pepsi Max deildinni í síðustu umferð.

Ríkjandi bikarmeistarar Selfoss unnu síðan nokkuð þægilegan 3-0 útisigur á Stjörnunni í Garðabæ. Hólmfríður Magnúsdóttir kom Selfyssingum yfir undir lok fyrri hálfleiks og skoraði síðan annað mark sitt í leiknum á 50. mínútu. Hún fékk kjörið tækifæri til að skora þrennu en misnotaði vítaspyrnu á 63. mínútu. Það kom þó ekki að sök fyrir Selfoss því Dagný Brynjarsdóttir innsiglaði 3-0 sigur á 77. mínútu.

Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18 á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.