Íslenski boltinn

Valur afgreiddi ÍBV á tíu mínútum og fer áfram í fjórðungsúrslit bikarsins

Ísak Hallmundarson skrifar
Elín Metta skoraði tvö mörk í dag.
Elín Metta skoraði tvö mörk í dag. vísir/vilhelm

Valur sigraði ÍBV 3-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld. Það tók Val ekki nema tíu mínútur að gera út um leikinn. 

Elín Metta Jensen skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á 5. og 8. mínútu. Ída Marín Hermannsdóttir bætti síðan við þriðja markinu á 10. mínútu leiksins og var leikurinn í rauninni búinn á þeirri stundu.

Valskonur náðu ekki að skora meira í leiknum en Margrét Íris Einarsdóttir náði að koma inn sárabótarmarki fyrir ÍBV í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 og er Valur kominn áfram í 8-liða úrslit. 

Dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.