Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 18:30 Hópur karlamanna fagnar ákvörðuninni um að Ægisif verði breytt í mosku fyrir utan safnið í dag. Bæði múslimar og kristnir menn bera lotningu fyrir henni. Vísir/EPA Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. Erdogan tilkynnti um breytinguna eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að gera Ægisif að safni árið 1934 hafi verið ólögleg. Ægisif var reist sem dómkirkja Austrómverska ríkisins á 6. öld en eftir innrás Tyrkjaveldis á 15. öld var hún gerð að mosku. Ákvörðun Tyrkja vekur spurningar um hvort að Ægisif uppfylli áfram skilyrði fyrir því að komast á heimsminjaskrána, að sögn UNESCO. Til þess þurfa minnisvarðar og staðir að teljast hluti af menningararfi mannkyns þvert á landamæri og kynslóðir. Þá segir stofnunin að ríki þurfi að tilkynna um breytingar á stað á heimsminjaskrá sem getur orðið tilefni til þess að staða hans sé endurskoðuð. Hvetur UNESCO tyrknesk stjórnvöld til þess að hefja viðræður um að hætta við að rýra gildi Ægisifjar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Rússlands og Grikklands auk ýmissar leiðtoga kristinna safnaða eru á meðal þeirra sem hafa hvatt Tyrki til að hafa Ægisif áfram safn. Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Tengdar fréttir Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn. 10. júlí 2020 13:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. Erdogan tilkynnti um breytinguna eftir að æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að gera Ægisif að safni árið 1934 hafi verið ólögleg. Ægisif var reist sem dómkirkja Austrómverska ríkisins á 6. öld en eftir innrás Tyrkjaveldis á 15. öld var hún gerð að mosku. Ákvörðun Tyrkja vekur spurningar um hvort að Ægisif uppfylli áfram skilyrði fyrir því að komast á heimsminjaskrána, að sögn UNESCO. Til þess þurfa minnisvarðar og staðir að teljast hluti af menningararfi mannkyns þvert á landamæri og kynslóðir. Þá segir stofnunin að ríki þurfi að tilkynna um breytingar á stað á heimsminjaskrá sem getur orðið tilefni til þess að staða hans sé endurskoðuð. Hvetur UNESCO tyrknesk stjórnvöld til þess að hefja viðræður um að hætta við að rýra gildi Ægisifjar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Rússlands og Grikklands auk ýmissar leiðtoga kristinna safnaða eru á meðal þeirra sem hafa hvatt Tyrki til að hafa Ægisif áfram safn.
Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Trúmál Tengdar fréttir Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn. 10. júlí 2020 13:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04
Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn. 10. júlí 2020 13:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent