Erlent

Bóluefni varði hamstra fyrir veirunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Leonardo Fernandez Viloria/Getty

Hamstrar sem hafa verið notaðir sem tilraunadýr í þróun bóluefnis við kórónuveirunni sýkjast ekki af veirunni eftir að hafa verið sprautaðir með bóluefninu. Belgísku vísindamennirnir sem vinna að þróun bóluefnisins líta nú til þess að fara að prófa efnið á mannfólki.

Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum. Þar segir að einn skammtur bóluefnisins hafi verið nóg til þess að verja hamstrana sýkingu.

Tilraunahömstrunum var skipt upp í tvo hópa. Annar var bólusettur, á meðan hinn var það ekki. Síðan var dropum sem innihéldu kórónuveiruna komið fyrir á trýnum dýranna. Bólusettu hamstrarnir sýndu ekki einkenni lungnabólgu við þetta, en þeir óbólusettu gerðu það.

Bóluefnið sem hér er fjallað um er byggt á bóluefninu við gulusótt, og er eina mögulega kórónuveirubóluefnið sem byggir á öðru bóluefni.

„Bóluefnið við gulusótt hefur sannað virkni sína. Það hefur verið notað í yfir 80 ár og á þeim tíma hafa næstum 800 milljónir verið bólusett með því. Einn skammtur ver þig fyrir gulusótt allt þitt líf,“ hefur DR eftir Johan Neyts, sem fer fyrir teyminu sem reynir nú að þróa bóluefni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.