Erlent

Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Leit að Rivera stendur yfir.
Leit að Rivera stendur yfir. Willy Sanjuan/AP

Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu.

Lögreglan á svæðinu segir að hin 33 ára gamla Rivera hafi stungið sér til sunds með syni sínum. Sonur hennar hafi komist aftur upp í bátinn, en ekki hún. Sonur hennar var í björgunarvesti, en hins vegar er talið að sjálf hafi hún ekki klæðst björgunarvesti, þar sem eitt slíkt fannst í bátnum.

Lögreglan í Ventura-sýslu fékk útkall vegna ungs barns sem var eitt á báti úti á vatninu í gær, og komst þannig á snoðir um málið. Ekki hafa verið gefnar út neinar upplýsingar um ástand drengsins.

Leitað hefur verið að Rivera í vatninu og við það. Notast hefur verið við þyrlur, dróna og kafara.

Rivera er best þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Glee, sem nutu gríðarlega vinsælda um allan heim á árunum 2009 til 2015. Þar fór hún með hlutverk klappstýrunnar Santönu Lopez.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.