„Þú munt drepa mig, maður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 06:52 George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn. Getty Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira
Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira