Enski boltinn

West Brom með annan fótinn í úrvalsdeildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
West Brom eru líklegir upp í ensku úrvalsdeildina.
West Brom eru líklegir upp í ensku úrvalsdeildina. getty/David Rogers

West Bromwich Albion steig stórt skref í átt að sæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Derby County í dag. Lokatölur 2-0 fyrir West Brom.

Grady Diangana kom West Brom yfir á 11. mínútu og staðan í hálfleik 1-0. Dara O'Shea bætti við öðru marki fyrir West Brom á 77. mínútu og þar við sat. Í uppbótartíma fékk Louie Sibley leikmaður Derby að líta rauða spjaldið. 

West Brom er á toppnum með 80 stig, fimm stigum á undan Brentford í þriðja sætinu þegar fjórir leikir eru eftir, en annað sæti og ofar dugar til að fara beint upp í ensku úrvalsdeildina. Leeds United er tveimur stigum á eftir West Brom og á leik til góða. 

Derby situr í 8. sæti, þremur stigum frá umspilssæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.