Enski boltinn

West Brom með annan fótinn í úrvalsdeildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
West Brom eru líklegir upp í ensku úrvalsdeildina.
West Brom eru líklegir upp í ensku úrvalsdeildina. getty/David Rogers

West Bromwich Albion steig stórt skref í átt að sæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Derby County í dag. Lokatölur 2-0 fyrir West Brom.

Grady Diangana kom West Brom yfir á 11. mínútu og staðan í hálfleik 1-0. Dara O'Shea bætti við öðru marki fyrir West Brom á 77. mínútu og þar við sat. Í uppbótartíma fékk Louie Sibley leikmaður Derby að líta rauða spjaldið. 

West Brom er á toppnum með 80 stig, fimm stigum á undan Brentford í þriðja sætinu þegar fjórir leikir eru eftir, en annað sæti og ofar dugar til að fara beint upp í ensku úrvalsdeildina. Leeds United er tveimur stigum á eftir West Brom og á leik til góða. 

Derby situr í 8. sæti, þremur stigum frá umspilssæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.