„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 14:24 Ragnar Freyr Ingólfsson er yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Samsett Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45