Innlent

Fjölgar um fjóra í ein­angrun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
180 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn.
180 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn. Vísir/vilhelm

Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. Tveir mældust með mótefni en fimm bíða eftir niðurstöðu, samkvæmt nýbirtum tölum á Covid.is. Þá eru nú 20 í einangrun með virk smit en voru sextán í gær og fjölgar því um fjóra.

Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí.

Heildarfjöldi smita frá upphafi faraldurs á landinu er 1880 en þremur batnaði milli daga. 204 eru í sóttkví og fækkar um 75 síðan í gær. 1685 sýni voru tekin við landamæri og 180 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×