Innlent

Kári fór á fund Katrínar í morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra vegna landamæraskimunar í byrjun júní. 
Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra vegna landamæraskimunar í byrjun júní.  Vísir/vilhelm

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. Katrín bauð Kára til fundarins, sem stóð yfir í um hálftíma.

Fréttablaðið greindi fyrst miðla frá fundinum í morgun en Kári hefur ekki viljað tjá sig um það sem þar fór fram við fjölmiðla í dag.

Fundurinn er haldinn í framhaldi af tilkynningu Kára þess efnis í fyrradag að Íslensk erfðagreining hætti aðkomu að kórónuveiruskimun hér á landi eftir 13. júlí, ákvörðun sem kom yfirvöldum nokkuð á óvart. Þá hefur Kári gagnrýnt Katrínu og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra harðlega fyrir það hvernig staðið hefur verið að skimunarmálum og samskiptum við Íslenska erfðagreiningu.

Kári afþakkaði fundarboð Katrínar í gær til að ræða landamæraskimun. Hann sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að hann teldi að Landspítalinn væri í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni.


Tengdar fréttir

Gæti þurft að takmarka fjölda farþega

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum.

Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag

Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×