Vísa ummælum KA-manna á bug Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 09:30 Frá vellinum um helgina. mynd/skjáskot KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira