Enski boltinn

Moyes vill kaupa tvo leikmenn frá Man Utd

Ísak Hallmundarson skrifar
David Moyes.
David Moyes. getty/Arfa Griffiths

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, er sagður hafa áhuga á að fá í sínar raðir tvo leikmenn frá Manchester United, þá Jesse Lingard og Phil Jones.

Moyes er kominn langleiðina með að bjarga West Ham frá falli, eftir fjögur stig í síðustu tveimur leikjum. Hann bjargaði Hömrunum frá falli árið 2018 en fékk ekki að halda áfram með liðið og í stað hans var ráðinn Manuel Pellegrini. 

Núna er búist við því að Moyes fái að halda áfram með West Ham á næsta tímabili og hefur hann hug á því að kaupa Jesse Lingard og Phil Jones frá Manchester United, svo lengi sem West Ham heldur sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Skotinn þekkir vel til þeirra Lingard og Jones, en hann þjálfaði þá hjá Man Utd árin 2013-14. 

Á meðan ætlar Ole Gunnar Solskjær að hreinsa til hjá Manchester United og er fastlega gert ráð fyrir að Lingard og Jones verði ofarlega á tiltektarlistanum. West Bromwich Albion og Everton eru einnig sögð áhugasöm um Jesse Lingard.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.