Enski boltinn

Gefa United frest til 10. ágúst til að ganga frá kaupunum á Sancho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jadon Sancho var næststoðsendingahæsti og þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Jadon Sancho var næststoðsendingahæsti og þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. getty/Alexandre Simoes

Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United frest til 10. ágúst til að ganga frá kaupunum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho samkvæmt heimildum Bild.

Sancho hefur verið sterklega orðaður við United og önnur félög undanfarna mánuði en afar ólíklegt er að hann leiki með Dortmund á næsta tímabili.

Forráðamenn þýska félagsins hafa þó ekki áhuga á að vera mál Sanchos dragist á langinn og hafa því gefið United frest til 10. ágúst til að ganga frá félagaskiptunum.

Sancho, sem er tvítugur, er metinn á 100 milljónir punda. Dortmund keypti hann frá Manchester City á átta milljónir punda fyrir þremur árum.

Kórónuveirufaraldurinn flækir málin aðeins en United er væntanlega ekki tilbúið borga jafn háa upphæð fyrir Sancho og í venjulegu árferðri.

Sancho var marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hann skoraði sautján mörk og lagði upp sextán. Dortmund endaði í 2. sæti á eftir Bayern München.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.